Framtíðarsýn
Íslensk nýsköpunar- og sprotafyrirtæki hafi aðgang að virkum markaði áhættufjár frá viðskiptahugmynd til vaxtar.
Með virkum markaði áhættufjár er átt við að:
Jafnvægi sé á milli arðvænlegra verkefna og framboðs fjármagns sem þarf til þess að hrinda þeim í framkvæmd.
Til staðar sé þolinmótt fjármagn fyrir áhættusöm sprotafyrirtæki frá háskólum og rannsóknarstofnunum sem byggja á byltingarkenndum rannsóknum.
Gott samband og samvinna sé á milli þeirra sem koma að nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum á öllum stigum fjármögnunar.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er öflugur fjárfestir sem gegnir lykilhlutverki á skilvirkum markaði áhættufjár fyrir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Með öflugum fjárfesti er átt við að:
Stjórnun, starfshættir, aðbúnaður, hæfni, ábyrgð og kjör séu sambærileg við það sem tíðkast hjá öðrum áhættufjárfestum á markaði.
Gildi
Gildi Nýsköpunarsjóðsins eru ábyrgð, samstarf og framsýni.
Stefnur
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins starfar samkvæmt eftirfarandi stefnum: