Tengiliðsupplýsingar: hronn@nyskopun.is | Sími: 894-2566
Hrönn, sem hóf störf sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins þann 1.maí 2022, hefur fjölbreytta starfsreynslu úr atvinnulífinu, enda reyndur stjórnandi og stjórnarmaður. Hún hóf starfsferilinn í ferðaþjónustu og var m.a. forstöðumaður innanlandsdeildar Úrvals-Útsýnar 1991-1995 og framkvæmdastjóri Hótels Sögu ehf. 1998 – 2007. Árið 2007 söðlaði Hrönn um og hóf störf í fjármálageiranum, fyrst sem framkvæmdastjóri hjá SPRON Factoring og síðar sem forstöðumaður á viðskiptasviði Arion banka. Árið 2014 réði Hrönn sig til Arev verðbréfa til að stofna og stýra fjárfestingasjóði sem þá var í burðarliðnum. Fjárfestingafélagið Eldey var formlega stofnað síðla árs 2015 og var fyrst um sinn í stýringu hjá Arev, en eignastýring og varsla var síðan flutt yfir til Íslandssjóða hf. um mitt ár 2016. Fjárfestingafélagið Eldey fjárfesti beint og óbeint í 12 félögum í afþreyingargeira ferðaþjónustunnar, þar sem mörg sprotafyrirtæki hafa fæðst. Árið 2021 var eignasafn Eldeyjar selt til Kynnisferða hf. og félögin sameinuð ári síðar undir heitinu Icelandia.
Hrönn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, allt frá litlum sprotafyrirtækjum til eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja. Hún hefur einnig setið í stjórnum opinberra stofnana og hagsmunasamtaka, s.s. Ferðamálaráðs og Samtaka Ferðaþjónustunnar.
Hrönn er viðskiptafræðingur (Cand Oecon) að mennt frá Háskóla Ísland, MBA – Finance frá City University í London ásamt því sem hún hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun frá HR.