Tengiliðsupplýsingar: hronn@nyskopun.is | Sími: 894-2566
Hrönn starfar sem forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu. Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu úr atvinnulífinu, enda reyndur stjórnandi og stjórnarmaður. Hún hóf starfsferilinn í ferðaþjónustu og var m.a. forstöðumaður innanlandsdeildar Úrvals-Útsýnar 1991-1995 og framkvæmdastjóri Hótels Sögu ehf. 1998 – 2007. Árið 2007 söðlaði Hrönn um og hóf störf í fjármálageiranum, fyrst sem framkvæmdastjóri hjá SPRON Factoring og síðar sem forstöðumaður á viðskiptasviði Arion banka. Árið 2014 réði Hrönn sig til Arev verðbréfa til að stofna og stýra fjárfestingasjóði sem þá var í burðarliðnum. Fjárfestingafélagið Eldey var formlega stofnað síðla árs 2015 og var fyrst um sinn í stýringu hjá Arev, en eignastýring og varsla var síðan flutt yfir til Íslandssjóða hf. um mitt ár 2016. Fjárfestingafélagið Eldey fjárfesti beint og óbeint í 12 félögum í afþreyingargeira ferðaþjónustunnar, þar sem mörg sprotafyrirtæki hafa fæðst. Árið 2021 var eignasafn Eldeyjar selt til Kynnisferða hf. og félögin sameinuð ári síðar undir heitinu Icelandia. Hún hóf störf sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins þann 1.maí 2022 og tók svo við stöðu forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu í ársbyrjun 2025.
Hrönn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, allt frá litlum sprotafyrirtækjum til eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja. Hún hefur einnig setið í stjórnum opinberra stofnana og hagsmunasamtaka, s.s. Ferðamálaráðs og Samtaka Ferðaþjónustunnar.
Hrönn er viðskiptafræðingur (Cand Oecon) að mennt frá Háskóla Ísland, MBA – Finance frá City University í London ásamt því sem hún hefur lokið prófi í verðbréfamiðlun frá HR.