Nýsköpunarsjóðurinn Kría
Stuðningur sjóðsins tekur mið af fjárfestingarmöguleikum á markaði og veitir stuðning á sviðum þar sem þörfin fyrir opinberan stuðning er mest hverju sinni.
Sjóðurinn hefur hæfilega arðsemi að leiðarljósi án þess þó að vera í beinni samkeppni við þá fjárfesta sem fyrir eru, þegar nægilegt framboð á fjármagni er til staðar. Einnig er stefnt að því að auka samfellu í opinberum stuðningi til nýsköpunarfyrirtækja .
Sjóðurinn styður einnig við alþjóðleg samstarfsverkefni stjórnvalda á sviði fjárfestinga og nýsköpunar eftir því sem við á , svo sem fjármögnunarverkefni á vegum Samstarfsáætlunar Evrópusambandsins. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta í sjóðum, veita breytanleg lán og fjárfesta beint í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum eða veita annars konar fjármögnun sambærilegt við það sem þekkist í alþjóðlegu fjármögnunarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.