Nýsköpunarsjóður

atvinnulífsins

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er fjárfestingarsjóður sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur að leiðarljósi að fjárfesta í fyrirtækjum þar sem vænta má virðisauka og arðsemi af starfseminni fyrir íslenskt samfélag og góðrar ávöxtunar fyrir sjóðinn.

Hagnaði Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins af sölu eignarhluta hans er fyrst og fremst varið til nýrra fjárfestinga í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum og til að fylgja eftir þeim félögum  í eignasafni sem eru á vaxtarskeiði.

 

Hlutverk og

gildi sjóðsins

Hlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þá veitir sjóðurinn lán samhliða kaupum á eignarhlutum. Í starfsemi sinni tekur Nýsköpunarsjóður mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs. Þá er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar.
 
Gildi Nýsköpunarsjóðsins eru ábyrgð, samstarf og framsýni.  Nýsköpunarsjóður leggur áherslu á ábyrga fjárfestingarstefnu og fagleg vinnubrögð, gott samstarf við eignasafnið, stoðumhverfi nýsköpunar og fjárfesta og vill með framsýni stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs.

Ferlið

1. Fundur
Gott er að kynning fyrir sjóðinn skýri:

 • Viðskiptahugmynd og sérstöðu eða nýsköpunargildi
 • Markaðinn, samkeppni og skalanleika verkefnis
 • Tekju- og kostnaðaráætlun næstu 3 ára
 • Tímaáætlun
 • Teymið
 • Verðmat félagsins
 • Ávöxtunar- og útgöngumöguleika sjóðsins
 • Styrki sem verkefnið hefur fengið
 • Sendu okkur tölvupóst ef að þú vilt fá fund og kynna fyrirtækið þitt og fjárfestingartækifæri
2. Skoðun
 • Fjárfestingarráð fundar reglulega og fer yfir þau fjárfestingartækifæri sem hafa borist.
 • Fyrirtæki er almennt tilkynnt innan 14 daga hafi sjóðurinn ekki hug á að fjárfesta í fyrirtækinu.
 • Ákveði fjárfestingarráð að skoða tækifærið nánar er kallað eftir frekari gögnum og kynningum frá fyrirtæki.
3. Ákvörðun
 • Sé fjárfestingarráð jákvætt fyrir aðkomu er leitað samþykkis stjórnar fyrir fjárfestingu með fyrirvara um niðurstöður úttektar og samningsskilmála.
4. Úttekt
 • Ítarleg úttekt er gerð á fyrirtækinu, m.a. viðskiptaáætlun, hugverkaréttindum, samningum og fjármálum.
5. Fjárfesting
 • Sjóðurinn setur ýmiss skilyrði fyrir fjárfestingu. Dæmi um slík skilyrði eru að hið nýja fyrirtæki sé eigandi að viðskiptahugmyndinni, að fjármögnun félagsins sé að fullu tryggð, að frumkvöðullinn taki þátt í uppbyggingunni og sé tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að viðskiptaáætlunin gangi eftir.
 • Nýsköpunarsjóður fer almennt fram á að fá mann í stjórn félagsins. Tilgangur þess er m.a. sá að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins og að gæta hagsmuna sjóðsins í félaginu.
 • Nýsköpunarsjóður kann að fylgja eftir fjárfestingu síðar í ferlinu.
6. Útganga
 • Nýsköpunarsjóður metur það hvenær heppilegast er fyrir sjóðinn að selja hlut sinn. Lögð er áhersla á að sjóðurinn njóti góðrar ávöxtunar á það fjármagn sem sett var í fyrirtækið. Þannig getur Nýsköpunarsjóður tekið þátt í enn fleiri hugmyndum annarra frumkvöðla og fyrirtækja. Við útgöngu sjóðsins úr fyrirtæki er lögð áhersla á að hagsmunir fyrirtækisins séu tryggðir og að nýir aðilar sem að fyrirtækinu koma, í stað sjóðsins, hafi burði til að fylgja fyrirtækinu enn frekar úr hlaði.

Við leitum

eftir fyrirtækjum:

Í nýsköpun
 • Skýrt nýsköpunar- og viðskiptagildi
 • Valda truflun á markaði
 • Ekki í samkeppni við innlendan markað

 

Með skalanleg verkefni
 • Geta stækkað á erlendum markaði
 • Hafa markaðsáætlanir
 • Hafa fjármögunaráætlanir
Sem geta sýnt fram á
 • Gott teymi
 • Gildi viðskiptahugmyndar
 • Ávöxtunar- og útgöngumöguleika fyrir sjóðinn

Annar stuðningur við nýsköpun

Aðild