Hlutverk Nýsköpunarsjóðs er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með fjárfestingum í sprotum, styðja við framgang nýsköpunar í samræmi við áherslur stjórnvalda.
Í stefnumótunarvinnu Nýsköpunarsjóðs haustið 2022 var lagt var mat á fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja og með hvaða hætti Nýsköpunarsjóður gæti orðið sterkara hreyfiafl fyrir nýsköpun á Íslandi. Sjóðurinn leggur áherslu á að fjárfesta í félögum snemma á þróunarferli þeirra og þar sem markaðsbrestur kallar á aðkomu sjóðsins. Sjóðurinn er ekki í samkeppni við aðra fjárfesta heldur stuðlar að því að brúa bil sprotafyrirtækja og fjárfesta.
Hér fyrir neðan er umsóknarferlinu og skilyrðum um þátttöku lýst nánar. Vert er að taka fram að hér er um ramma og almenn viðmið að ræða og mun fjárfestingaráð Nýsköpunarsjóðs gera breytingar á viðmiðum eða umsóknarferlinu verði þörf á því.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær átakið árið 2024 fer af stað.
Markmið þessa fjárfestingaátaks er að koma að fjármögnun allt að 15 nýrra félaga á ári hverju. Tilgangurinn er að stuðla að eftirfarandi þáttum:
Átakið er hugsað sem fjárfesting snemma í fyrirtækjum sem vinna annað hvort að tæknilegri eða markaðslegri nýsköpun. Hugmyndin þarf að vera vænleg til vaxtar og útflutnings, félagið íslenskt og með starfsemi á Íslandi. Þá er uppleggið að fjárfestingin sé annað hvort fyrsta fjármögnun félagsins, eða með þeim fyrstu.
Almennt er nýsköpun skipt í tvær mismunandi gerðir, tækninýsköpun (afurða- og aðferðanýsköpun) annars vegar og aðra (ekki tæknilega) nýsköpun (skipulags- og markaðsnýsköpun) hins vegar.
Frumskilyrði fyrir fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs er að félaginu takist að fá sambærilega fjárfestingu frá einkafjárfestum, einstaklingum eða fjárfestingarfélögum. Það er kostur en ekki skilyrði að félagið hafi þegar tryggt sér vilyrði fyrir fjármögnun þegar það sækir um í átakinu. Þá er það lykilatriði að fjárfesting einkaaðila sé a.m.k. jafn há, á sömu kjörum og með sama hætti (sama Instrument) og fjárfesting Nýsköpunarsjóðs.
Hafi félag ekki tryggt sér aðkomu einkaaðila þegar það sækir um í átakinu þá hefur félagið tvo mánuði til að tryggja sér hana.
Nýsköpunarsjóður býður félögum og einkafjárfestum upp á tvo valkosti við framkvæmd fjárfestingarinnar, þ.e. annað hvort lán með breytirétti í hlutfé eða svokallaðs SAFE samnings sem hefur verið aðlagaður að íslenskum lögum.
Til þess að flækja málin ekki um of og halda þessari framkvæmd á einföldum nótum verður ekki boðið upp á beina aðkomu að hlutfjáraukningu, en slíkt kallar á flóknari samningsgerð, hluthafasamkomulag og fleiri þætti sem erfitt er að réttlæta við lægri fjárfestingar.
Fjárfestingar í félögum á hugmyndastigi, lúta sérstökum skilyrðum og óvissa verkefnanna er mikil. Félögin þurfa fjármagn til að hraða mótun og sannreyna viðskiptahugmyndina, en vandamálið við aðkomu fjárfesta á þessu stigi er aðverðmeta félagið og ná sátt um það. Með láni með breytirétti og SAFE (Simple Agreement for Future Equity) samningi með breytirétti er ákvörðun um verðmæti almennt séð sett til hliðar og það fært í hendur annarra fjárfesta á síðar.
1. Lán með breytirétti í hlutafé
Hefðbundinn lánasamningur með breytirétti í hlutafé. Lágir vextir eða 5%, CAP (þak á verðmæti við umbreytingu í hlutafé) ogskýr réttur að breyta í hlutafé með 20% afslætti á verðmæti félagsins í næstu fjármögnun.
2. SAFE samningur meðbreytirétti í hlutafé
SAFE stendur fyrir Simple Agreement for Future Equity eða samningur um eignarhlut í félagi. Uppruni SAFE er frá ameríska hraðlinum Y Combinator og hefur verið notað fyrir fyrstu fjárfestingar í sprotum.
SAFE samningur er ekki lán og ekki bein fjárfesting heldur samningur um kaup á bréfumí félaginu sem virkjast við viðurkennda fjármögnun. SAFE samningur nær sömualmennu markmiðum og lán með breytirétti þó án þess að teljast skuld og snýstað lokum um að andvirði samningsins breytist í hlutafé.
Engir vextir, CAP (þak á verðmæti við umbreytingu í hlutafé) og skýr réttur að breyta íhlutafé með 20% afslætti á verðmæti félagsins í næstu fjármögnun.
SAFE samningi sem aðlagaður hefur verið að Íslenskum aðstæðum mun liggja fyrir á næstunni, en félögum verður skylt að notaákveðið form fyrir samninga við fjárfesta um mótframlagsfjárfestingu.
Stefnt er að því að sjóðurinn fjárfesti fyrir allt að 200 m.kr. á ári í með þessum hætti næstu árin. Fjármögnun átaksins byggir á eigin fjármögnun sjóðsins sem er sígrænn og framlagið því háð stöðu hans á hverjum tíma.
Fyrsti áfanginn í þessu átaki kemur til framkvæmda á nú í maí og júní með 100 m.kr. fjárfestingu í nokkrum félögum. Fjárfest verður snemma í félögum, með einföldum hætti en eitt skilyrðanna er mótframlag hluthafa eða nýrra fjárfesta.
Það er skilyrði fyrir fjárfestingu að viðskiptahugmynd félags sé vænleg til vaxtar og útflutnings og byggi á tæknilegri eða markaðslegri nýsköpun. Þá er það til framdráttar að lykilteymi félagsins skipi fjölbreyttur hópur með bakgrunn, reynslu og þekkingu sem nýtist vel við framgang félagsins.
Fjárfesting sjóðsins í einstökum félögum verður á bilinu 5-25 m.kr., en gerð verður krafa um samsvarandi upphæð frá einkafjárfestum. Hægt verður að velja um tvær leiðir við framkvæmd fjárfestingarinnar, þ.e. með láni með breytirétti í hlutafé eða framvirkum samningi um kaup á hlutafé í anda SAFE samninga.
Ólíkt hefðbundnum fjárfestingum Nýsköpunarsjóðs verður í þessu átaki sérstakt umsóknarferli og ákveðinn lokadagur fyrir umsóknir. Í þessum fyrsta áfanga þurfa umsóknir að berast fyrir lok dags þann 31. maí.
1. Umsókn send inn fyrir lok umsóknartímans:
Umsókn skal innihalda stutta kynningu á félaginu og svar við eftirfarandi spurningum:
Kynningin skal vera glærukynning og ekki vera lengri en 15 síður á pdf formati.
2. Fjárfestingaráð Nýsköpunarsjóðs ásamt 3 manna samráðshópi sérfræðinga á sviði nýsköpunar og/eða sprotafyrirtækja leggur mat á innsendar umsóknir.
3. Valin verða 10-12 félög sem skoðuð verða betur. Þeim félögum verður boðið að koma og kynna félagið, teymið og verkefnið á sérstökum fundi.
4. Að loknum kynningum eru valin þau verkefni sem skarað hafa fram úr og uppfylla hvað best áherslur átaksins og lagt upp með að bjóða þeim til samninga um fjárfestingu sjóðsins.
5. Fjárfestingaráð kynnir stjórn sjóðsins niðurstöður í valinu og leggur til fjárfestingu frá Nýsköpunarsjóði á bilinu 5–25 m.kr. á hvert félag.
6. Að fengnu samþykki stjórnar er svo gengið frá samningum um aðkomu sjóðsins, ef félögin hafa fyrirliggjandi mótframlagsfjárfestingu. Ef svo er ekki þá er þeim veitt ráðrúm til að fara með vilyrði sjóðsins um fjárfestingu og leita að eftir mótframlagsfjárfestingu frá einkafjárfestum. Félögin hafa tvo mánuði til að ljúka söfnun mótframlagsfjárfestingar.
7. Félögin hafa val um að fjárfesting Nýsköpunarsjóðs og einkafjárfesta verði annað hvort með láni með breytirétti í hlutafé eða með svokölluðum SAFE samningum. Það er skilyrði að bæði fjárfesting einkafjárfesta og Nýsköpunarsjóðs sem byggð á sama verkfærinu þ.e. annað hvort láni eða SAFE samningi.
Stefnt er að því að niðurstaða Nýsköpunarsjóðs um fjárfestingu í einstökum félögum í þessum áfanga liggi fyrir í lok júní 2023.