Horseday
Sérstaklega fyrir íslenska hestinn
HorseDay vinnur að gerð samnefnds smáforrits sem er sérsniðið að þörfum hestafólks. Forritið býður upp á fjölbreytta möguleika sem auðvelda fólki utanumhald og markmiðssetningu um þjálfun, umhirðu og allt sem hestahaldið varðar. Meðal þess sem HorseDay innleiðir er aukin yfirsýn yfir þjálfun með greiningu gangtegunda með aðstoð tauganets og skynjara símans. Þá getur notandinn einnig leitað í gagnagrunni WorldFengs, byggt prófíla söluhesta, tengst öðrum notendum og verið í samskiptum við þá. HorseDay var stofnað af Oddi Ólafssyni, Mörtu Rut Ólafsdóttir og Ólafi H. Einarssyni en þau hafa reynslu af þróun og uppbyggingu hugbúnaðar og eru hestafólk með tengingar við hestamennsku á breiðum grunni.
Horseday.com