Ásta Dís Óladóttir er prófessor í stjórnun og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Ásta Dís lauk doktorsgráðu frá Copenhagen Business School árið 2010 og hefur á undanförnum árum stýrt hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum, auk þess að sinna kennslu við háskóla bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur setið í fjölmörgum stjórnum, ráðum og nefndum í gegnum árin. Ásta Dís er formaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands, Vísindasjóðs Háskólans á Akureyri og Jafnvægisvogarinnar. Hún situr í stjórn Samherja og tengdra félaga og í eftirlitsnefnd með framkvæmd lána með ríkisábyrgð vegna Covid 19.