Róbert er sviðsstjóri stefnumótunar og greiningar hjá Alþýðusambandi Íslands. Hann útskrifaðist með M.Sc. gráðu í þjóðhagfræði frá Háskólanum í Lundi árið 2012. Róbert hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum innan verkalýðshreyfingarinnar. Má þar nefna ráðgjöf við kjarasamningsgerð, greiningu á efnahags-, skatta-, atvinnu- og vinnumarkaðsmálum ásamt þátttöku í alþjóðastarfi innan verkalýðshreyfingarinnar. Róbert hefur einnig setið í Vísinda- og tækniráði frá árinu 2013.