Sigríður Mogensen

varaformaður stjórnar

Sigríður Mogensen er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Hún er með BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands og MSc í reikningshaldi og fjármálum frá London School of Economics. Sigríður átti fjölbreytta starfsreynslu að baki þegar hún hóf störf hjá Samtökum iðnaðarins í janúar 2018, meðal annars starfaði hún við orðsporsáhættustýringu hjá Deutsche Bank í London og áður sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og fréttamaður á Stöð 2.

Sigríður er stjórnarformaður Klak – Icelandic Startups og hefur átt sæti í ýmsum nefndum og stjórnum sl. ár á vegum Samtaka iðnaðarins. Þá hefur Sigríður setið í stjórn Júpíter rekstrarfélags, verið í áhættunefnd stjórnar Kviku og er varaformaður stjórnar Gamma Capital Management.

Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.