Valdimar Halldórsson er sjálfstætt starfandi í ýmsum verkefnum og stjórnarsetum. Hann starfaði fram til ársins 2021 sem framkvæmdastjóri Hvalasafnsins á Húsavík og Norðursiglingar hf. í samtals fimm ár. Valdimar starfaði í mörg ár á fjármálamarkaði, hjá Íslandsbanka, Marko Partners og H.F. Verðbréf. Auk þess var hann aðstoðarmaður atvinnuvegaráðherra árin 2012-2013. Valdimar er stjórnarformaður Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, situr í stjórn Stapa lífeyrissjóðs, GI Rannsókna (Gallup), Orkuveitu Húsavíkur ohf, Mýsköpunar ehf og Fjárfestingafélags Þingeyinga ehf.