Sprotafyrirtækið Medagogic er eitt þeirra fyrirtækja sem Nýsköpunarsjóður valdi í fjárfestingarátaki sjóðsins á síðasta ári.
Nýverið birti Morgunblaðið viðtal við Birgi Þorgeirsson, stofnanda og framkvæmdastjóra Medagogic um félagið og fjármögnunina en Medagogic leitar enn að mótframlagi hjá englafjárfestum bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Því miður þurfti að leiðrétta umfjöllunina í Morgunblaðinu og því var nýtt viðtal birt á mbl.is 20. febrúar með leiðréttingum.
Hér er hægt að lesa viðtalið á mbl.is
Medagogic vinnur að þróun sýndarveruleikaumhverfa til að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk. Leikanda er gert að stýra aðgerðum á vettvangi og eiga í samskiptum við annað heilbrigðisstarfsfólk í úrlausn sinni á tilfellum. Birgir segir meðal annars í viðtalinu að slík tækni muni auka aðgengi að þjálfun og á endanum fækka mistökum. Verkefnið er unnið í samvinnu við neyðarmóttöku barna við Sahlgrenska spítalann í Gautaborg í Svíþjóð og Barnaspítala Hringsins.
Fyrra viðtalið sem birtist í Morgunblaðinu er hér.