Í Bændablaðinu, fimmtudaginn 2. nóvember er fjallað um samstarfssamning sem fyrirtækin Qair Ísland og Atmonia hafa gert með sér um framleiðslu á umhverfisvænu ammoníaki á Grundartanga. Gert er ráð fyrir að framleiðsla verði komin í gang árið 2028. En eins og fram kemur í greininni er um viljayfirlýsingu að ræða þar sem stefnt verður að því að hagnýta nýja tækni Atmonia til að framleiða ammoníak sem umhverfisvænan orkugjafa, með sjálfbæru hráefni frá Qair, eins og raforku og vatni.
Nánar má lesa um málið í grein Bændablaðsins hér.
Atmonía er í eignasafni Nýsköpunarsjóðs en sjóðurinn kom fyrst að félaginu árið 2022.