14
.
April
2023

Verkefni Akt­helia Pharmaceuticals og Há­skóla Íslands fær nærri 900 milljóna króna styrk

Egill Másson, framkvæmdastjóri Akthelia, og Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor í frumulíffræði við HÍ og rannsóknastjóri Akthelia. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson. Mynd tekin af mbl.is

Sprota­fyr­ir­tækið Akt­helia Pharmaceuticals og Há­skóli Íslands leiða verk­efni sem fengið hef­ur sex millj­óna evra styrk, jafn­v­irði nærri 900 millj­óna króna, frá Evr­ópu­sam­band­inu. Akthelia Pharmaceuticals er í eignasafni Nýsköpunarsjóðs en sjóðurinn kom fyrst að félaginu árið 2008.

Verk­efnið, sem nefn­ist IN-ARMOR, miðar að þróun nýrra lyfja sem magna nátt­úr­leg­ar ónæm­is­varn­ir lík­am­ans og vinna þannig gegn vax­andi hættu af sýkla­lyfjaþoln­um bakt­erí­um.

Níu há­skól­ar og rann­sókna­stofn­an­ir og sjö fyr­ir­tæki í níu Evr­ópu­lönd­um koma að verk­efn­inu.

„Í verk­efn­inu er tek­ist á við þá miklu hættu sem heim­in­um staf­ar af auknu þoli bakt­ería fyr­ir sýkla­lyfj­um, en Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in hef­ur skil­greint þessa ógn sem eina af tíu stærstu áskor­un­um heims­ins á sviði heil­brigðismála,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Þá seg­ir að áætlað sé að rekja megi and­lát fimm millj­óna manna ár­lega til auk­ins þols bakt­ería gagn­vart stór­um hóp­um sýkla­lyfja „og ótt­ast er að heims­far­ald­ur geti brot­ist út ef fram koma bakt­eríu­stofn­ar sem verða ónæm­ir fyr­ir öll­um sýkla­lyfj­um. Því er þörf á nýj­um leiðum til þess að tak­ast á við sýk­ing­ar í manns­lík­am­an­um og þar get­ur tækni og aðferðir Akt­helia komið að góðum not­um.“

Fréttin er tekin af www.mbl.is og má lesa hér í heild sinni

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.