Íslandsstofa, Hugverkastofan, Rannís og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins bjóða til Nýsköpunarþings 2024 sem haldið verður í Grósku 22. október kl. 14.00 - 15.30.
Á þinginu verður sjónum beint að sölu- og markaðsmálum íslenskrar nýsköpunar á erlendum mörkuðum.
Hvað þarf til, til að ná árangri á alþjóðlegum mörkuðum? Er rétt fyrir íslensk fyrirtæki að flagga íslenskum uppruna? Leggja íslensk fyrirtæki næga áherslu á sölu- og markaðsmál og uppbyggingu vörumerkja? Til að svara þessum spurningum og fleirum munu aðilar úr íslensku og alþjóðlegu markaðs- og nýsköpunarumhverfi deila reynslu af sölu- og markaðsstarfi á erlendum mörkuðum.
Á þinginu verða Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 afhent.
Nánari dagskrá verður kynnt innan skamms.