30
.
October
2023

Vel sótt vinnustofa um jafnrétti í sprotafjárfestingum

Vinnustofa um jafnrétti í sprotafjárfestingum sem var haldin í Húsi atvinnulífsins 26. október var vel sótt. Um var að ræða samstarfsverkefni Samtaka sprotafyrirtækja, Framvís og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.

Markmið vinnustofunnar var að finna aðgerðir til að auka jafnrétti í sprotafjárfestingum. Horft var til sprotaumhverfisins í heild sinni og unnið var að mótun aðgerða fyrir fjárfesta, stuðningsaðila og stjórnvöld. Þátttakendur sem voru um 60 voru valdir aðilar úr hópi fjárfesta, frumkvöðla, stjórnvalda og stuðningsaðila í sprotaumhverfinu.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir opnaði vinnustofuna. Frummælendur voru Fida Abu Libde, formaður SSP, Sigurður Arnljótsson, formaður Framvís og meðeigandi Brunnur Ventures, og Alma Dóra Ríkarðsdóttir, sérfræðingur i jafnrétti. Svava Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Framvís og meðeigandi Rata ehf stýrði vinnustofunni.

Sjá nánar á vef SI.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.