Dagana 22. maí til 29. maí stóð Iceland Innovation Week yfir í Reykjavík. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins tók að sjálfsögðu þátt í vikunni og stóð fyrir þremur viðburðum í samstarfi við aðra aðila.
Í samstarfi við FKA var settur upp viðburðurinn - Konur og nýsköpun. Þar stigu tveir frumkvöðlar á svið sögðu frá sinni vegferð. Það voru þær Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Keeps og Hafrún H. Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri eOne for all. Einstaklega vel var mætt á þennan viðburð sem var haldinn í Sykursalnum í Grósku.
Nýsköpunarsjóður og Nordic Ignite stóðu fyrir boði í Ásmundarsal þar sem meðal annars fjórir frumkvöðlar kynntu sín fyrirtæki og settur var upp skemmtilegur samkvæmisleikur þar sem viðstaddir gátu valið hvaða fyrirtæki þeir myndu vilja fjárfesta í. Þau sem kepptu um hylli viðstaddra voru Guðrún Hildur, framkvæmdastjóri Keeps, Alma Dóra Ríkharðsdóttir með snjallforritið Heima, Sæþór Ásgeirsson með orkulausnina Icewind og loks Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri hjá Gefn - nýsköpun í grænni efnafræði.
Að lokum stóð Nýsköpunarsjóður fyrir LaunchPad Party á Kex í samstarfi við Frumtak, Brunn Ventures og Crowberry Capital. Þar fögnuðum við velheppnaðri Nýsköpunarviku og skemmtum okkur öll saman við ljúfa tóna sem spilaðir voru af DJ Dóru Júlíu og Dj Þorgerði Jóhönnu.
Takk fyrir virkilega flotta og viðburðaríka Nýsköpunarviku.