21
.
November
2024

Tulipop semur við Rai á Ítalíu og TF1 í Frakklandi

Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir, stofnendur Tulipop. Samsett mynd af vb.is

Tulipop Studios hefur samið við ríkissjónvarpsstöðvarnar Rai á Ítalíu og TF1 í Frakklandi um sýningar á íslensku 52 þátta teiknimyndaröðinni Ævintýri Tulipop.

Um er að ræða virtar sjónvarpsstöðvar með markaðsráðandi stöðu á sínum svæðum og telja því framleiðendur að hinn íslenski Tulipop-ævintýraheimur verði brátt þekktur meðal barna og fjölskyldna á Ítalíu og í Frakklandi.

Þetta kemur fram í grein á vb.is en þar má lesa nánar um þennan nýja samning.

Fyrirtækið Tulipop var stofnað árið 2010 af Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur með það að markmiði að búa til séríslenskan ævintýraheim byggðan á teikningum Signýjar. Nú hefur þáttaröðin verið talsett á átta tungumálum, meðal annars á pólsku, norsku, finnsku, arabísku og frönsku, og er komin í sýningar á YLE í Finnlandi, MBC í Mið-Austurlöndum, Canal+ í Póllandi, Tele-Québec í Kanada, Cartoonito í Bretlandi og Showmax í Suður-Afríku.

Tulipop hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá því árið 2022.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.