Þórhildur Edda Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sweeply, var í viðtali á Vísi 18. nóvember þar sem hún segir frá lausnum fyrirtæksins. Þar kemur m.a. fram að sjálfvirknivæðingin ráði ekki við alls kyns mannlegar flækjur. Lausn Sweeply miðist því við að vera klæðskerasniðin fyrir gesti og stjórnendur hótela- og gististaða. Fyrirtækið þjónustar nú hótel- og gististaði í 26 löndum.
Við mælum eindregið með þessu viðtali en Sweeply var stofnað árið 2019 og hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins síðan 2020.