28
.
November
2023

Stuðningstorg fyrir Grindvíkinga

Mynd af vefnum www.grindavik.is

Í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Rauða Krossinn hefur fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect komið rafrænu Stuðningstorgi á laggirnar sem gerir Grindvíkingum kleift að sækja sérhæfðan stuðning og heilbrigðisþjónustu sér að kostnaðarlausu. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar. Kara Connect hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðs frá því árið 2019.

„Grindvíkingar hafa orðið fyrir gífurlegu áfalli – og vildum við leggja okkar af mörkum til þess að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa. Þess vegna ákváðum við að stofna Stuðningstorg þar sem Grindvíkingar geta sótt sér áfallahjálp og sálrænan stuðning á einfaldan og aðgengilegan hátt,“ segir Sigrún Eggertsdóttir, starfsmaður Köru Connect.

Verkefnið byggir á ósérplægni hinna ýmsu sálfræðinga, fjölskylduráðgjafa, iðjuþjálfa og annarra sérfræðinga sem allir gefa tíma sinn og vinnu til stuðnings Grindvíkingum – en auk þess gefur Kara Connect alla sína vinnu án endurgjalds. Sérfræðingarnir koma hvaðanæva að en auk íslenskumælandi sérfræðinga hafa pólsku-, spænsku- og enskumælandi sérfræðingar rétt fram hjálparhönd.

Á vef Grindavíkurbæjar má lesa nánar um Stuðningstorgið og sjá hvernig það virkar.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.