3
.
September
2024

Startup SuperNova hjá Nýsköpunarsjóði

Þau tíu teymi sem valin voru í hraðlinum Startup SuperNova sem Klak stýrir,  voru á vinnustofu í Nýsköpunarsjóði í dag, 3. september.

Teymin fengu kynningu á Nýsköpunarsjóði frá Hrönn Greipsdóttur, framkvæmdastjóra sjóðsins. Þau skelltu sér svo upp á næstu hæð þar sem starfsfólk Frumtaks tók vel á móti þeim og sagði þeim frá sjóðnum. Jón Ingi Bergsteinsson, stofnandi IceBan, sem eru ný samtök fyrir íslenska englafjárfesta, kynnti samtökin og Dr. Finnur Pind fram­kvæmda­stjóri Treble sem þróað hefur hugbúnað á sviði hljóðhermunar (e. sound simulation) greindi frá þeirra ferli. Að loknum hádegisverði mætti Ingvar Ásmundsson lögfræðingur hjá Juris og ræddi við hópinn um innihald hinna ýmsu stofnsaminga og skjalapakka.

Startup SuperNova er samstarfsverkefni Nova, KLAK - Icelandic Startups og Huawei með stuðningi frá Grósku þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði. Hraðallinn hófst 6. ágúst síðastliðinn og lýkur með fjárfestadegi 20. september næstkomandi.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.