9
.
November
2023

Stafræn nýsköpunargátt fyrir nýsköpunarumhverfi og frumkvöðla

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur samið við sjálfstætt starfandi upplýsingavefinn skapa.is um að halda úti stafrænni nýsköpunargátt.

Vefurinn hefur þegar fest sig í sessi í frumkvöðlasamfélaginu en fær nú aukið hlutverk sem stafræn nýsköpunargátt sem er í senn efnisveita og upplýsingamiðlun fyrir frumkvöðla og aðra aðila sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku nýsköpunarumhverfi. Frumkvöðullinn Ólafur Örn Guðmundsson er eigandi og höfundur skapa.is og mun hann leiða og stýra verkefninu.

Markmið gáttarinnar er að hún verði alhliða upplýsingaveita fyrir frumkvöðla á Íslandi, leiðarvísir og gagnleg upplýsingamiðlun um nýsköpun og stuðningsumhverfi hennar. Á vefnum verða yfirlit og upplýsingar um innlenda og erlenda viðburði, innlenda og erlenda hraðla, hakkaþon og klasa. Þá verða einnig nytsamlegar upplýsingar um nýsköpunarsamfélög, stuðningsaðila, nýsköpunarsetur og smiðjur auk upplýsinga um fjármögnunarumhverfið, styrki, sjóði og fjármögnunarleiðir. Loks verða skjöl of verkfæri fyrir frumkvöðla sem eru á byrjunarstigi gerð aðgengileg auk greiningartækja, kennsluefnis og upplýsingar um nýsköpunarumhverfið á landsbyggðinni, flokkað eftir landshlutum.

Nánar mun lesa um málið á vef Stjórnarráðsins.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.