Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur lagt til að sameina Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Kríu og mynda með því nýjan öflugan fjárfestingasjóð.
Í yfirlýsingu frá Áslaugu Örnu kemur fram að markmiðið með sameiningunni sé að skapa sterka einingu sem stuðli að virku fjármögnunarumhverfi, styðji við sprota á fyrstu stigum og fjárfesti í vísisjóðum. Í öðru lagi sé mikilvægt að opinber stuðningur í formi fjárfestinga leiði til þess að atvinnulíf eflist hér á landi, samkeppnishæfni landsins aukist og fleiri fyrirtæki vaxi upp úr nýsköpunarumhverfinu sem myndar sterka stoð undir hugverkadrifið atvinnulíf. Í þriðja lagi er markmiðið með sameiningunni að skapa sterka einingu í anda EIFO í Danmörku og Tesi í Finnlandi sem eru dæmi um sjóði sem hafa það að markmiði að stuðla að virku fjármögnunarumhverfi hvor í sínu landi.
Áform um sameininguna liggur fyrir í samráðgátt stjórnvalda en frestur til að skila inn umsögn er til 20.nóvember.
Nánar er hægt að lesa um sameininguna hér.