Fjártæknifyrirtækið Meniga hefur skipað Dheeraj (Raj) Soni sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Þetta kemur fram í frétt á visir.is. Í tilkynningu frá Meniga segir að Soni hafi víðtæka reynslu af stjórnun vaxtarfyrirtækja og muni stýra Meniga í gegnum tímabil vaxtar og langtímaþróunar.
Nýsköpunarsjóður er hluthafi í Meniga í gegnum Frumtak 1.
Markmið Meniga er að hjálpa fólki að öðlast fjárhagslegt öryggi með því að bjóða aðgang að öflugu en einföldu heimilisfjármálakerfi sem flokkar allar færslur af greiðslukortum og bankareikningum sjálfkrafa og veitir jafnframt háa afslætti af verslun og þjónustu.