22
.
October
2024

Ræktun örþörunga til verðmætasköpunar

Í RÚV fréttum þann 19. október síðastliðinn var umfjöllun um Mýsköpun og framleiðslu fyrirtækisins á örþörungum sem eru til margs nytsamlegir. Örþörungarnir eru einangraðir úr Mývatni og orkan úr nærumhverfinu nýtt við framleiðsluna.

Fréttastofan tók viðtal við Ingólf Braga Gunnarsson, framkvæmdastjóra Mýsköpunar, þar sem hann sagði frá hvernig spirulina er nýtt að mestu leyti sem næringarefni þar sem þörungurinn sjálfur er mjög hár í næringargildi og inniheldur líka verðmætt litarefni.

Ingólfur sagði einnig frá hugmyndum að nýta kísilinn á svæðinu sem nú sé einungis úrgangsefni og rannsóknarverkefni sem er í gangi með spirulinu í fóðri. 

Fréttina í heild sinni má sjá hér en Mýsköpun hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá 2023. 

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.