12
.
December
2023

PayAnalytics selt til Beqom

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi PayAnalytics. - Mynd frá www.vb.is

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið PayAnalytics, sem þróar hugbúnað til að draga úr óútskýrðu launabili kynjanna, hefur verið selt til svissneska félagsins Beqom. Beqom er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði launagreiningar og árangursmælingar.Nýsköpunarsjóður óskar stofnendum og starfsmönnum PayAnalytics til hamingju með söluna.

Í tilkynningu félagsins segir að vaxandi áhersla á að tryggja jafnrétti á vinnustað ásamt hertar regluverki víða um heim hafi gert verkefni mannauðsstjóra meira krefjandi. PayAnalytics sé leiðandi aðili á heimsvísu þegar kemur að hugbúnaði sem aðstoðar fyrirtækjum ekki aðeins að mæla launabil kynjanna heldur leggja til aðgerðir til að draga að útrýma óútskýrðum launamun með með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu.

 Þetta eru um leið frábærar fréttir fyrir Nýsköpunarsjóð sem var fyrsti fjárfestirinn í félaginu, snemma árs 2020. Nýsköpunarsjóður margfaldar með þessu sína fjárfestingu á tæpum fjórum árum og skapar um leið ráðrúm fyrir sjóðinn að fjárfesta í fleiri upprennandi sprotafélögum. Nýsköpunarsjóður starfar sem svokallaður sígrænn sjóður, sem þýðir að hann verður að selja eignarhluti í félögum til að eiga fyrir rekstri og fjárfestingum í nýjum félögum.

Nánar má lesa um söluna hér.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.