Nýsköpunarfyrirtækið Optitog hefur hafið samstarf við þrjár leiðandi útgerðir við Norður-Atlantshafið um prófanir á byltingarkenndum veiðiaðferðum á rækju og bolfisk sem byggja á smölun með stefnumiðuðu ljósi. Markmiðið er að auka aflann, vernda hafsbotninn og draga úr orkunotkun skipa. Búnaðurinn er kominn í togara hérlendis og erlendis.
Fiskifréttir tók nýverið viðtal við stofnendur Optitog, þau Torfa Þórhallson, verkfræðing, og Höllu Jónsdóttur, líffræðing. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér að neðan undir tenglar.
Optitog er eitt af þeim félögum sem Nýsköpunarsjóður valdi í fjárfestingarátaki sjóðsins á síðasta ári.