Hugverkastofan, Rannís, Íslandsstofa og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins bjóða til Nýsköpunarþings 2023 í Grósku 26. október kl. 13:30-15:00. Á þinginu verður kastljósinu beint að nýsköpunarfyrirtækjum sem starfa á sviði líf- og heilbrigðisvísinda.
Stofnendur og stjórnendur Íslenskrar erfðagreiningar, Kerecis, Alvotech, NOX Medical, Sidekick Health, BIOEFFECT, Oculis og Algalíf munu fjalla um árangur sinna fyrirtækja frá mismunandi sjónarhóli. Öflug nýsköpun á sviði líf- og heilbrigðisvísinda hefur leitt af sér þúsundir hátæknistarfa og milljarða í útflutningstekjur. Samfélagslegt mikilvægi þessara fyrirtækja er einnig mikið því starfsemi þeirra bjargar mannslífum, bætir heilsu og eykur lífsgæði fólks um allan heim.
Í lok þingsins mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veita Nýsköpunarverðlaun Íslands 2023.
Skráning hér: https://bit.ly/Nyskopunarthing2023
Fundarstjóri: Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Brautryðjandinn
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Einhyrningurinn
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis
Lilja Kjalarsdóttir, forstöðumaður rekstrar og stefnumótunar í rannsóknar- og þróunardeild Alvotech
Orri Björnsson, forstjóri Algalífs
Einar Stefánsson, stofnandi Oculis
Sæmundur Oddsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri lækninga og rannsókna Sidekick Health
Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölusviðs BIOEFFECT
Sveinbjörn Höskuldsson, þróunarstjóri Nox Medical
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir