28
.
November
2023

Nýsköpunarsjóður stuðlar að nærri 600 m.kr. fjárfestingu í ungum sprotafyrirtækjum

Frá veislu Nýsköpunarsjóðs

Í síðustu viku fagnaði Nýsköpunarsjóður lokum fjárfestingátaks þar sem sjónum var beint að ungum sprotafyrirtækjum. Af því tilefni var blásið til veislu þar sem þau tíu félög sem valin voru til fjárfestingar kynntu sig í stuttum og hnitmiðuðum lyfturæðum.      

Sjóðurinn auglýsti átakið sl. vor og var eftirspurnin gríðarleg en 73 félög sóttu um fjárfestingu frá Nýsköpunarsjóði í átakinu. Eftir ítarlegt valferli voru tíu félög valin úr hópi umsækjenda og mun Nýsköpunarsjóður fjárfesta í þeim fyrir samtals um 200 milljónir króna. Eitt af skilyrðum átaksins er að félögin tryggi sér a.m.k. sömu upphæð frá einkafjárfestum. Samanlagt stefnir fjárfesting Nýsköpunarsjóðs og einkafjárfesta í að verða nærri 600 m.kr. í þessum tíu félögum.

Eins og sjá má af neðangreindum lista eru fjárfestingarnar vel dreifðar eftir atvinnugreinum og þá er einkar ánægjuleg að kynjahluthföll eru nánast jöfn á meðal frumkvöðlanna.

Félögin sem valin hafa verið til fjárfestingar eru í stafrófsröð og má sjá lyfturæðurnar þeirra hér að neðan:

 

  • Alda Öryggi - Aukið öryggi sjómanna með stafrænum lausnum
  • ArcanaBio - Greining lífsýna úr munnvatni til forvarna
  • Álvit - Umhverfisvænni álframleiðsla
  • e1 - Deilihagkerfi sem sameinar aðgang að rafbílahleðslum um land allt
  • Humble - Vottaðar kolefniseiningar með minni matarsóun
  • Keeps - Stýring á myndasafni fyrirferðageirann
  • Marea - Varðveisluhúð fyrirgrænmeti og ávexti úr þörungahrati
  • Medagogic - Stafræn þjálfun heilbrigðisstarfsmanna
  • Optitog - Smali stækkar smölunarsvæði / veiðarfæri
  • Sundra - Stafræn úrvinnsla myndabanda frá viðburðum

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.