Í síðustu viku fagnaði Nýsköpunarsjóður lokum fjárfestingátaks þar sem sjónum var beint að ungum sprotafyrirtækjum. Af því tilefni var blásið til veislu þar sem þau tíu félög sem valin voru til fjárfestingar kynntu sig í stuttum og hnitmiðuðum lyfturæðum.
Sjóðurinn auglýsti átakið sl. vor og var eftirspurnin gríðarleg en 73 félög sóttu um fjárfestingu frá Nýsköpunarsjóði í átakinu. Eftir ítarlegt valferli voru tíu félög valin úr hópi umsækjenda og mun Nýsköpunarsjóður fjárfesta í þeim fyrir samtals um 200 milljónir króna. Eitt af skilyrðum átaksins er að félögin tryggi sér a.m.k. sömu upphæð frá einkafjárfestum. Samanlagt stefnir fjárfesting Nýsköpunarsjóðs og einkafjárfesta í að verða nærri 600 m.kr. í þessum tíu félögum.
Eins og sjá má af neðangreindum lista eru fjárfestingarnar vel dreifðar eftir atvinnugreinum og þá er einkar ánægjuleg að kynjahluthföll eru nánast jöfn á meðal frumkvöðlanna.
Félögin sem valin hafa verið til fjárfestingar eru í stafrófsröð og má sjá lyfturæðurnar þeirra hér að neðan: