Fjárfestahátíð Norðanátt fór fram á Siglufirði þann 20. mars síðastliðinn og er Nýsköpunarsjóður einn bakhjarl hennar. Á hátíðinni gafst sprota- og vaxtarfyrirtækjum tækifæri á að kynna verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta.
Tilgangur hátíðarinnar er að auka fjárfestingartækifæri á landsbyggðinni og tengja frumkvöðla við fjárfesta og aðra lykilaðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi.
Þau fyrirtæki sem að kynntu verkefni sín á hátíðinni voru:
Þau fyrirtæki sem að kynntu verkefni sín á hátíðinni voru:
Fjárfestahátíðin var einstaklega vel heppnuð og verður gaman að fylgjast með þessum flottu sprota- og vaxtarfyrirtækjum í framtíðinni.
Við óskum skipuleggjundum Norðanáttar til hamingju með vel heppnaðan viðburð.