22
.
November
2024

Nýr forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Lauf Cycles

Dana Rúna Hákonardóttir, nýr forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Lauf

Dana Rún Há­kon­ar­dótt­ir hef­ur verið ráðin til reiðhjóla­fram­leiðand­ans Lauf Cyc­les þar sem hún mun gegna hlut­verki for­stöðumanns markaðs- og kynn­ing­ar­mála.

Dana mun koma til með að sjá um upp­bygg­ingu vörumerk­is­ins á alþjóðamarkaði. Hún er með BA-gráðu í Music and Media Mana­gement frá London Metropolit­an og M.Sc.-gráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskipt­um frá Há­skóla Íslands. Dana er með víðtæka reynslu í markaðsmá­l­um og viðskiptaþróun en hún starfaði síðast hjá ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­inu DTE, sem for­stöðumaður markaðs- og kynn­ing­ar­mála. Þá starfaði hún hjá Brand­en­burg aug­lýs­inga­stofu og hafði um­sjón með markaðssetn­ingu farsíma­leiða og búnaðar hjá Sím­an­um, einnig hjá Plain Vanilla Games, við þróun QuizUp.

„Reynsla og inn­sýn Dönu í markaðssetn­ingu, viðburðar- og vörumerkja­stjórn­un, bæði á inn­lend­um og er­lend­um mörkuðum mun styrkja Lauf til muna. Hún mun gegna lyk­il­hlut­verki í að efla sam­bönd við viðskipta­vini okk­ar í Banda­ríkj­un­um og áfram­hald­andi sókn á aðra markaði,” seg­ir Bene­dikt Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri og stofn­andi Lauf Cyc­les.

„Ég er afar spennt fyr­ir þessu nýja hlut­verki hjá Lauf Cyc­les. Fyr­ir­tækið hef­ur vakið verðskuldaða at­hygli fyr­ir ný­stár­lega hönn­un og gæði. Það er frá­bært tæki­færi að taka þátt í því að styðja við áfram­hald­andi vöxt fyr­ir­tæk­is­ins,” seg­ir Dana einnig í til­kynn­ing­unni.

Lauf var stofnað árið 2011 og hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins síðan árið 2019.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.