15
.
November
2023

Nordic Women in Tech Awards

Þann 9. nóvember síðastliðinn var viðburðurinn Nordic Women in Tech Awards haldinn og í þetta sinn á Íslandi. Um er að ræða árlegan viðburð sem hefur það markmið að auka sýnileika framúrskarandi kvenna í tæknigeiranum og hvetja fleiri konur til að sækja í tæknistörf.  

Nordic Women in Tech Awards er samstarfsverkefni norrænna samtaka sem eiga það sameiginlegt að beita sér fyrir fjölgun kvenna í tæknistörfum og fjölga kvenfyrirmyndum í tækni. Á viðburðinum eru veittar viðurkenningar í ellefu flokkum.  Á meðal þeirra sem voru tilnefndar var Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs í flokknum „fjárfestir ársins“.   Einn verðlaunahafanna er frá Íslandi og það er Safa Jemai forstjóri og stofnandi Víkonnekt. Nýsköpunarsjóður óskar henni hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.

Ef litið er til Íslands þá voru tilnefningarnar eftirfarandi:  

Women in Tech advocate of the year - Helena Sveinbjörg Jónsdóttir, stofnandi ADA konur & Fjármálaportið

Rising star of the year - Safa Jemai, forstjóri, stofnandi Víkonnekt

Mentor of the Year - Þorbjörg Sæmundsdóttir, fjármálastjóri CCP

Investor of the Year - Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

Innovator of the Year - Joice Ozaki, vörustjóri Controlant

Initiative of the Year - /sys/tur Nemendafélag

Entrepreneur of the Year - Margrét Anna Einarsdóttir, stofnandi og forstjóri Justikal

Diversity leader of the Year - Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir,  framkvæmdastjóri Mannauðs og menningar hjá OR

Digital leader of the year - Adeline Tracz, verkefnastjóri og teymisstjóri yfir stafrænni þróun hjá Landspítalanum  

Developer of the Year - Violette Riviere, Lead Mobile Developer hjá Sidekick Health

Liva Echwald Awards - Anchola Otieno

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.