Fyrirtækið Netaprent frá Verslunarskóla Íslands sem framleiðir þrívíddarprentefni unnið úr notuðum fiskinetum var valið fyrirtæki ársins 2024 í Fyrirtækjasmiðju Ungra fumkvöðla - JA Iceland. Netaprent mun keppa fyrir hönd Íslands á GEN_E 2024, sem haldin verður í Cataniu á Sikiley 2.-4. Júlí næstkomandi. Um 6.000.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og er svo eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2024“. Netaprent fær ferðina út að launum fyrir allt að fimm nemendur og einn kennara ásamt 250.000 kr. styrk frá Nýsköpunarskjóði til að greiða upp í ferðina.
Fyrirtækjasmiðja Ungra frumkvöðla JA Iceland er samstarfsverkefni atvinnulífs og skóla, sem fer af stað í janúar á hverju ári með „Sparkinu“ sem er haldið í Háskólanum í Reykjavík en þar er Fyrirtækjasmiðjunni ýtt úr vör, og um 600 framhaldsskólanemendur í 15 framhaldsskólum fá að spreyta sig á því að stofna fyrirtæki, koma fram með hugmynd, framleiða vöru eða þjónustu og selja síðan á Vörumessu sem hefur verið í Smáralindinni árlega og nú í annað skiptið á Ísafirði.
Uppskeruhátíð var haldin nýverið í höfuðstöðvum Arion banka þar sem þau 30 fyrirtæki sem dómnefnd valdi til úrslita fengu tækifæri til að kynna hugmynd sína og að því loknu voru veitt verðlaun í þrettán flokkum. Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Halla Sigrún Mathiesen veittu verðlaun og viðurkenningar til eftirfarandi fyrirtækja:
Við óskum þessum flottu frumkvöðlum innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni sem og öllum hinum sem tóku þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland.