7
.
May
2024

Netaprent fyrirtæki ársins 2024 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland

Fv. Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla – JA Iceland Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Erik Gerritsen, Róbert Luu, Markús Heiðar Ingason og Andri Clausen eigendur Netaprents, Elísabet Halldórsdóttir kennari í Verslunarskóla Íslands, Laila S. Pétursdóttir Nýsköpunarsjóði og Halla Sigrún Mathiesen formaður stjórnar Ungra frumkvöðla. Ljósmyndari Sigurjón Ragnar Sigurjónsson

Fyrirtækið Netaprent frá Verslunarskóla Íslands sem framleiðir þrívíddarprentefni unnið úr notuðum fiskinetum var valið fyrirtæki ársins 2024 í Fyrirtækjasmiðju Ungra fumkvöðla - JA Iceland.  Netaprent mun keppa fyrir hönd Íslands á GEN_E 2024, sem haldin verður í Cataniu á Sikiley 2.-4. Júlí næstkomandi.  Um 6.000.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og er svo eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2024“. Netaprent fær ferðina út að launum fyrir allt að fimm nemendur og einn kennara ásamt 250.000 kr. styrk frá Nýsköpunarskjóði til að greiða upp í ferðina.

Fyrirtækjasmiðja Ungra frumkvöðla JA Iceland er samstarfsverkefni atvinnulífs og skóla, sem fer af stað í  janúar á hverju ári með „Sparkinu“ sem er haldið í Háskólanum í Reykjavík en þar er Fyrirtækjasmiðjunni ýtt úr vör, og um 600 framhaldsskólanemendur í 15 framhaldsskólum fá að spreyta sig á því að stofna fyrirtæki, koma fram með hugmynd, framleiða vöru eða þjónustu og selja síðan á Vörumessu sem hefur verið í Smáralindinni árlega og nú í annað skiptið á Ísafirði.

Uppskeruhátíð var haldin nýverið í höfuðstöðvum Arion banka þar sem þau 30 fyrirtæki sem dómnefnd valdi til úrslita fengu tækifæri til að kynna hugmynd sína og að því loknu voru veitt verðlaun í þrettán flokkum. Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Halla Sigrún Mathiesen veittu verðlaun og viðurkenningar til eftirfarandi fyrirtækja:

  • Fyrirtæki ársins – Netaprent, Verslunarskóli Íslands
  • Fyrirtæki ársins 2. Sæti - LXR, Verkemenntaskólinn á Akureyri
  • Fyrirtæki ársins 3. Sæti – Gadus, Menntaskólinn við Sund
  • Frumlegasti sölubásinn – Smáralind – Routina, Verslunarskóli Íslands
  • Öflugasta sölustarfið – Smáralind – Frími, Verslunarskóli Íslands
  • Áhugaverðasta nýsköpunin – Netaprent, Verslunarskóli Íslands
  • Samfélagsleg nýsköpun – Frími, Verslunarskóli Íslands
  • Besti sjó-bissnessinn – Hemo growth, Verslunarskóli Íslands
  • Matvælafyrirtæki ársins – SKALK, Menntaskólinn við Sund
  • Besta hönnunin – Útilausnir, Verlsunarskóli Íslands
  • Áhugaverðasta tækninýjungin – SpyPark, Tækniskólinn
  • Umhverfisvænasta lausnin – Eilífð, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Við óskum þessum flottu frumkvöðlum innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni sem og öllum hinum sem tóku þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.