15
.
December
2023

Mýsköpun fær nýjan búnað

Á myndinni má sjá Júlíu, þróunarstjóra Mýsköpunar, ásamt Pétri og Valdimar sem eru í stjórn félagsins, líta augum á nýja búnaðinn. (mynd frá Mýsköpun)

Nýverið fékk Mýsköpun langþráðan nýjan búnað frá Lgem í Hollandi sem mun stórauka örþörungaframleiðslu félagsins. 1700 lítrar af lífmassa mun flæða um þessar glertúpur þar sem spirulina félagsins mun vaxa með ljóstillífun.

Uppbygging þörungarræktunar í Bjarnarflagi mun gerast í tveimur áföngum. Sá fyrri er að fara í gang þar sem sett verður upp smáskalaframleiðsla og þar sem ætlunin er að ná góðum tökum á framleiðsluferlinu.  Seinni áfanginn er svo veruleg stækkun sem ræktunarinnar sem ætla má að verði á árunum 2025 -2027.

Nýsköpunarsjóður kom að fjármögnun Mýsköpunar í byrjun þessa árs.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.