Nýverið fékk Mýsköpun langþráðan nýjan búnað frá Lgem í Hollandi sem mun stórauka örþörungaframleiðslu félagsins. 1700 lítrar af lífmassa mun flæða um þessar glertúpur þar sem spirulina félagsins mun vaxa með ljóstillífun.
Uppbygging þörungarræktunar í Bjarnarflagi mun gerast í tveimur áföngum. Sá fyrri er að fara í gang þar sem sett verður upp smáskalaframleiðsla og þar sem ætlunin er að ná góðum tökum á framleiðsluferlinu. Seinni áfanginn er svo veruleg stækkun sem ræktunarinnar sem ætla má að verði á árunum 2025 -2027.
Nýsköpunarsjóður kom að fjármögnun Mýsköpunar í byrjun þessa árs.