28
.
February
2023

Mikilvægt að deila reynslu

Frá vinnustofunni - ljósmyndari Heiða Helgadóttir

Nýsköpunarsjóður leggur áherslu á að eigauppbyggilegt samstarf við forsvarsmenn þeirra félaga sem sjóðurinn hefurfjárfest í. Alla jafna fjárfestir sjóðurinn í félögum sem eru komin stutt á vegá sinni lífskúrfu og styður við framgang þeirra þar til aðrir fjárfestar takavið.   Á síðustu árum hefur sjóðurinn fjárfest í félögumsem eru að þróast með ólíkum hætti eins og reikna má með, en það má vissulegalæra af hvert öðru.

Því ákvað Nýsköpunarsjóður að bjóða nokkrum félögumí eignasafni sínu í vinnustofu þar sem markmið fundarins var að fara yfir „BestPractice“ eða hvaða leið er líklegust til að skila árangri! Jón IngiBenediktsson, sérfræðingur á sviði nýsköpunar hjá HVIN ráðuneyti, stýrðivinnustofunni en félögin sem að greindu frá sínum verkefnum voru: Lauf Cycling,Pay Analytics, Kara Connect Sweeply, Ankeri, Evolytes, Horseday, Hefring Marineog Florealis.  

Allir sem komu til fundarins sögðust hafavirkilega gott af því að leiða saman hesta sína og ræða  hvaða hindranir hafa orðið í vegi fyrir þeimog hvaða leiðir hafa verið árangursríkastar til lausna.  

Hér má sjá nokkrar myndir frá vinnustofunni.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.