Nýsköpunarsjóður óskar Margréti hjá PayAnalytics innilega til hamingju.
Margrét Vilborg Bjarnadóttir, verkfræðingur og stofnandi PayAnalytics, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní síðastliðinn. Hún hlaut riddarakross fyrir framlag til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar í þágu jafnlaunastefnu.
Við óskum einnig Þór Sigfússyni, stofnanda Sjávarklasans til hamingju en hann hlaut riddarakross fyrir frumkvöðlastarf og nýsköpun á vettvangi sjávarútvegs.
Hvoru tveggja er mikil viðurkenning fyrir nýsköpun á Íslandi.
Alls voru 16 Íslendingar sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní síðastliðinn. Nánar má lesa um þá á mbl.is