17
.
February
2025

Leitum að fjárfestingastjóra

Við leitum að metnaðarfullum og öflugum fjárfestingastjóra til að stýra og taka þátt í fjárfestingaverkefnum sjóðsins. Fjárfestingastjóri mun starfa náið með forstjóra og stjórn sjóðsins við að greina, meta og velja efnileg verkefni til fjárfestinga.

Um er að ræða spennandi og krefjandi starf og gefst réttum aðila tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á nýsköpunarumhverfið á Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum og sjóðum.
  • Greining fjárfestingatækifæra.
  • Framkvæmd fjárfestinga.
  • Umsjón eignasafns, greiningar og tölfræði.
  • Eftirfylgni með félögum í eignasafni t.d. með stjórnarsetu.
  • Sala úr eignasafni, undirbúningur og framkvæmd.
  • Kynningar fyrir stjórn, fjárfestingaráði og hagaðila.
  • Samskipti við hagaðila og þátttaka í viðburðum í nýsköpunarumhverfinu.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af fjárfestingum og greiningarvinnu.
  • Innsýn í rekstur fyrirtækja er kostur.
  • Þekking og skilningur á nýsköpunarumhverfi og frumkvöðlastarfi er kostur.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, sjálfstæði og hæfni til að vinna í teymi.
  • Góð greiningarhæfni, öguð og nákvæm vinnubrögð.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti og hæfni til framsetningu upplýsinga á aðgengilegan hátt.

Nýsköpunarsjóðurinn Kría er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins sem varð til við samruna Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs. Hlutverk sjóðsins er að auka framboð fjármagns og fjármögnunarkosta fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki og auka viðnámsþrótt fjármögnunarumhverfisins.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum nr. 1000/2019.

Starfshlutfall er 100%.


Umsóknarfrestur um starfið er til og með 24. febrúar 2025

Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi.

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hilmar G. Hjaltason (Hilmar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.  

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.