31
.
October
2023

Lauf setur sitt fyrsta götuhjól á markað

Lauf hefur ávallt lagt áherslu á að gera hlutina eftir sinni sannfæringu, allt aftur til ársins 2013 þegar íslenska vörumerkið kom á markað sínum fyrsta blaðfjaðraða fjöðrunargaffli fyrir fjallahjól.

Á árunum eftir það beindi Lauf sjónum sínum að malarhjólum en True Grit kom á markað árið 2017 og arftaki þess, malarhjólið Seigla, kom svo á markað 2022. Nú hefur fyrirtækið sett á markað sitt fyrsta götuhjól, sem ber nafnið Úthald.

Eins og búast má við af Lauf er nýjasta afurð félagsins hannað til að ögra hefðbundnum venjum götu- og keppnishjóla. Lauf nýtti þannig þekkingu sína frá því að hanna malarhjól til að framleiða götuhjól með annarri nálgun og hönnun með áherslu á stöðugleika og afköst, og sérsniðna nálgun á loftaflfræði. Hjólið er selt á vefsíðu Lauf eins og allar þeirra vörur.

Í grein Velo sem er leiðandi fréttamiðill þegar kemur að hjólreiðafréttum, keppnisúrslitum, hjólaumsagna og fleira kemur fram: ,,When pointing it downhill, the bike really sets itself apart from the competition. The stability and surefootedness of the ride is something you don’t experience on a road bike very often. The Uthald just seems to perform better and better as you increase speed,” velo.outsideonline.com

Við óskum Lauf innilega til hamingju með nýju vöruna en Lauf hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðs síðan árið 2019.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.