Í dag sendi Lauf út tilkynningu á hjólabransann um byltingarkennt nýtt fjallahjól sitt, Lauf Elju.
Elja setur ný viðmið hvað varðar einfaldleika í tæknilegri útfærslu afturfjöðrunar, og hve breið dekk komast undir hjólið. Niðurstaðan er hjól sem á jafnt heima á tæknilegum fjallaslóðum, sem og í ólympískum fjallahjólakeppnum.
Benedikt Skúlason, forstjóri Lauf, gerir ráð fyrir að á næstu misserum muni fjallahjól Lauf verða einn af helstu burðarstólpum félagsins.
„Það eru einfaldlega engin fjallahjól á markaðnum sem komast nálægt því að keppa við þá eiginleika sem Lauf Elja hefur. Það mun taka samkeppnina a.m.k. nokkur ár að reyna að bregðast við þessu hjóli frá okkur.“
Um er að ræða fimm gerðir af hjólinu þ.e. Weekend Warrior Transmission, Race, Race Flight Attendant, Ultimate Flight Attendant og Ultimate Rift Experience sem öll hafa sína sérstöðu.
Allar nánari upplýsingar um hjólin á finna hér -www.LaufCycles.com eins má finna viðtal við Benedikt sem mbl.is birti hér.
Lauf hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðsfrá árinu 2019 og óskum við þeim til hamingju með nýja hjólið.