Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður hefur skuldbundið sig til að fjárfesta einum milljarði króna í Frumtaki 4 slhf., sem er sérhæfður fjárfestingarsjóður (vísisjóður) á sviði fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta kemur fram í grein Morgunblaðsins frá 10. júlí.
Frumtak 4 slhf. verður samtals rúmir 12 milljarðar að stærð með 10 ára líftíma. Meðfjárfestar í sjóðnum eru íslenskir fjárfestar auk sjóðsstjóra Frumtaks.
Áður hefur Kría fjárfest í Frumtaki III, Eyri Vöxtur og Crowberry 2.