28
.
February
2024

Keeps til Kenya

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, stofnandi Keeps fyrir miðju ásamt HotelOnline teyminu

Nýsköpunarfyrirtækið Keeps hefur gert samstarfssamning við HotelOnline í Kenya. Keeps þróarhugbúnaðarlausn sem gerir ferðaþjónustuaðilum kleift að halda utan um allarmyndir og texta á einum stað og deila því þaðan á helstu sölusíður.

HotelOnline er í fararbroddi í PMS lausnum (árangusstjórnunarlausnum) í Afríku og bjóða upp á breitt úrval af nýstárlegum lausnum fyrir hótel sem eru í samstarfi við þau. HotelOnline er traustur samstarfsaðili og er það mikið ánægjuefni að Keeps hefur með þessum samningi stungið fæti niður á Afríkumarkað. Með þessu samstarfi geta samstarfsaðilar HotelOnline notað Keeps fyrir sjálfvirkt markaðsstarf sitt og dreift efni beint til OTA, ferðaskrifstofa á netinu og þannig aukið tekjur sínar.  

Keeps er eitt af þeim tíu félögum sem Nýsköpunarsjóður valdi í fjárfestingarátaki sjóðsins á síðasta ári.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.