Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, var í viðtali í Morgunblaðinu nýverið þar sem hún segir að kaupréttarkerfi í nýsköpunarfyrirtækjum séu afar mikilvæg og ættu að vera til staðar. „Þau kerfi eru í rauninni lykilatriði í að laða að gott starfsfólk því það er vitað mál að nýsköpunarfyrirtæki hafa ekki efni á að borga há laun, að minnsta kosti ekki til að byrja með því geta kaupréttarkerfi verið mikilvægur hluti af starfskjörum starfsmanna.“
Viðtalið í heild sinni má lesa hér að neðan undir tenglar.