4
.
October
2024

IceBAN með fagviðburð fyrir englafjárfesta

Þann 23. október næstkomandi verða englafjárfestasamtökin IceBAN með fagviðburð sem er hannaður til að kynna núverandi og verðandi fjárfestum fyrir grunnatriðum í englafjárfestingum.

Með aðstoð reyndra englafjárfesta, þar á meðal „englafjárfesti ársins 2024“ í European Business Angel Network, munu þátttakendur læra að setja sér stefnu og markmið þegar kemur að fjárfestingum í fyrirtækjum. Á fagviðburðinum gefst tækifæri að kynnast englafjárfestingum á skemmtilegan og fræðandi hátt, öðlast þekkingu á að mynda persónulega stefnu og markmið í englafjárfestignum og kynnast öðrum fjárfestum.

IceBAN hefur það markmið að efla umsvif englafjárfestinga á Íslandi. Þar á meðal að fjölga fjárfestum sem hafa áhuga á að fjárfesta á þessu grunnstigi í fjármögnun fyrirtækja og komast í tæri við efnileg fyrirtæki og spennandi tækifæri.

Erlendir sem innlendir sérfræðingar munu deila þekkingu sinni og reynslu og gefa innsýn í umhverfi englafjárfestinga á Íslandi og erlendis.

  • Jesper Jarlbæk - stjórnarformaður DanBAN og "Business Angel of the year 2024 - EBAN"
  • Ragnheiður H. Magnúsdóttir - stofnandi Nordic Ignite, englafjárfestir, ráðgjafi og meðstjórnandi IceBAN
  • Jón Ingi Bergsteinsson - stofnandi og stjórnarformaður IceBAN, tæknifrumkvöðull og englafjárfestir
  • Rita Anson - secretary General hjá NorBAN og englafjárfestir
  • Svava Björk Ólafsdóttir - stofnandi og framkvæmdastjóri IceBAN, sérfræðingur í nýsköpun og stofnandi RATA

Allar nánari upplýsingar og skráningu má finna hér.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.