4
.
April
2025

Hvað eru englafjárfestar?

Jón Ingi Bergsteinsson

Jón Ingi Bergsteinsson, formaður IceBan, var í viðtali á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann um fjármögnun íslenskra sprotafyrirtæki og englafjárfesta. Markmið IceBan samtakanna er meðal annars að efla samvinnu fjárfesta sem hafa áhuga að taka þátt í sprotaumhverfinu á Íslandi. Þau vilja efla þekkingu englafjárfestinga og þeirra samvinnu sem og opna fyrir ákveðið markaðstorg fyrir sprotafyrirtæki til að nálgast englafjárfesta og fá tækifæri að kynna sig fyrir þeim.

Í viðtalinu var einnig farið inn á þá umræðu sem hefur verið í gangi um að leggja Nýsköpunarsjóðinn Kríu niður.

„Það hryggir mig að sjá nýsköpunarumhverfið sem eitthvað til að lækka kostnað. Það hefur sýnt sig að sprotaumhverfið á heimsvísu er stærra en landsframleiðsla Frakklands, Sviss, Póllands og Sviss og það eitt segir rosalega margt. Og það að við ætlum að fara leggja niður NSK er sérstök pæling þar sem þarna fjárfestingarsjóður sem hefur verið að taka þátt í að fjárfesta í fyrirtækjum með englafjárfestum til dæmis. Það má svo deila um það hvort það hafi verið gert á réttan hátt ég tel að það sé hægt að gera á nýjan hátt og veit það er vinna í gangi sem snýr að því að bæta þann feril. En þar get ég nefnt dæmi þar sem englafjárfestar hafa áhuga að taka þátt í fjármögnun fyrirtækja nema hvað þegar það eru ekki nægilega margir einstaklingar til að fjármagna kannski 20 30 milljóna lotu eins og það kallast þá er hægt að kalla eftir því að Nýsköpunarsjóður gæti t.d. komið með mótframlag inn í þá fjárfestingu sem fjárfestir líka. Svo lengi sem það virkar þannig að englafjárfestingar kynni tækifæri fyrir t.d. Nýsköpunarsjóði. Hérna erum við með tækifæri, við erum tilbúin að leggja 10-15 milljónir hafið þið áhuga að leggja 10-15 milljónir á móti sem fjárfestingu. Ef það virkar þannig þá getum við búið til öflugt umhverfi sem getur stuðlar að því að fleiri fyrirtæki komist á stokk svona er t.d. verið að gera á Norðurlöndunum... Við erum að leggja frá okkur möguleikann á því að taka þátt í tækifærum sem geta verið mjög arðbær fyrir samfélagið.“

Nýsköpunarsjóðurinn Kría er einn af stofnaðilum Iceban og virkur þátttakandi í starfi samtakanna.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.