HS Orka og íslenska sprotafyrirtækið e1 hafa tekið upp samstarf um hleðslulausnir e1 sem gera viðskiptavinum HS Orku kleift að nota hleðslustöðvar fyrirtækisins með e1 appinu. Þetta kemur fram í frétt hjá Víkurfréttum þann 8. febrúar síðastliðinn.
Hafrún Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri e1, fagnar samstarfinu við HS Orku og segir m.a. í : „Við erum deilihagkerfi eða svokallað markaðstorg fyrir allar hleðslustöðvar þar sem notendur geta fundið hleðslustöðvar, hlaðið bílinn og greitt fyrir á einfaldan máta. Lausnin okkar er nú þegar í notkun hjá fjölda fyrirtækja og húsfélaga og bjóðum við öllum eigendum hleðslustöðva að tengja þær við e1-appið“.
e1 er eitt þeirra tíu félaga sem urðu fyrir valinu hjá Nýsköpunarsjóði í fjárfestingarátaki sjóðsins árið 2023 þar sem markmiðið var að stuðla að hraðari framþróun efnilegra sprotafyrirtækja og hvetja til þátttöku englafjárfesta.
Lesa má fréttina í heild sinni hér.