HorseDay var á heimsmeistaramóti Íslenska hestsins í Hollandi nýverið og kom sá og sigraði á mótinu. Þau voru með sölubás á svæðinu til að kynna snjallforritið og var áhuginn og endurgjöfin sem þau fengu mjög góð.
Á meðan á mótinu stóð jókst aukningin á notkun á HorseDay appinu mikið og fjölgaði premium notendum um 80% á tímabilinu. Mesta virknin í appinu var í upphafi mótsins þegar notendur voru að fylgjast með kynbótadómunum en þá voru um 2.600 notendur á einum degi í samanburði við 800 notendum sama dag vikuna áður. Vikulegir notendur fóru úr um 2.000 í rúmlega 5.000 í vikunni sem að mótið var og voru nýir notendur þessa vikuna samtals um 2.000.
Að auki skrifaði HorseDay undir sölusamning við IPZV, Þýska íslandshestasambandið. Samningurinn felur í sér að IPZV mun verða söluaðili fyrir HorseDay í Þýskalandi. Meðlimir sambandsins eru um 30.000 talsins.
Nýsköpunarsjóður óskar HorseDay til hamingju með árangurinn.