22
.
May
2024

Hefring Marine klárar 332 milljóna króna fjármögnun

Magnús Þór Jónsson, Björn Jónsson og Karl Birgir Björnsson stofnendur Hefring

Hátæknifyrirtækið Hefring Marine hefur lokið 2,2 milljóna evra fjármögnun, jafnvirði 332 milljóna íslenskra króna. Í þessari fjármögnunarlotu tóku þátt áhugaverðir erlendir fjárfestar; Faber Vent­ur­es,Innoport VC, Two Ravens, MD-One, Ri­verst­one Vent­ur­es, Idlewild Mana­gement LLC og Sukna Hold­ings. Þessi hlutafjáraukning er mikil viðurkenning fyrir Hefring og verður spennandi að fylgjast með fyrirtækinu vaxa áfram á næstu árum.

Hefring Marine var stofnað árið 2018 og fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs að félaginu var árið 2019 og svo aftur árið 2021. Hefring Marine var stofnað til að þróa leiðbeinandi siglingakerfi fyrir báta og smærri skip. Siglingakerfið er þannig hannað að sigling báts byggi á leiðbeinandi hámarkshraða sem tekur tillit til sjó- og veðurlags í rauntíma á gagnvirkan hátt. Með því að fylgja leiðbeinandi hámarkshraða getur skipstjóri dregið verulega úr líkum á slysum sem og viðhaldskostnaði sem hlýst getur af ölduhöggum vegna álags sem þau valda á bát og búnað. Kerfið getur jafnframt leiðbeint skipstjórum um ráðlagðan siglingarhraða til að draga úr eldsneytisnotkun og þá minnka kolefnisfótsporið.

Ný­verið var til­kynnt um sam­starf Hefr­ing Mar­ine og skip­sa­míðastöðva SAFE Boats In­ternati­onal, Di­verse MAr­ine og Archip­elago Yachts. Fyrirtækið hefur einnig átt í samstarfi við Lands­björgu, TM og ít­ölsku strand­gæsl­una vegna búnaðar­ins.

Karl Birgir Björnsson, Magnús Þór Jónsson og Björn Jónsson stofnuðu Hefring en bakgrunnur þeirra er meðal annars úr rannsóknum í verkfræði, hönnun, sölu- og markaðssetningu á bátum á alþjóðlegum markaði.

Nánar má lesa um málið hér.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.