2
.
January
2024

Guð­mundur Fer­tram og Kerecis hljóta Við­skipta­verð­launin

Guðmundur Fertram Sigurjónsson - Ljósmynd frá vb.is - Ljósmyndari: Eyþór Árnason

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins óskar Kerecis til hamingju með viðurkenningar um áramót. Sala Kerecis markaði ákveðin tímamót og vekur með því verðskuldaða athygli á mikilvægi og árangri nýsköpunarfyrirtækja. Líkt og Guðmundur Fertram lét hafa eftir sér í viðtali við Viðskiptablaðið var aðkoma Tækniþróunar- og Nýsköpunarsjóðs mikilvægt skref á fyrstu árum félagsins.

„Ég var sannfærður um það frá fyrstu stundu að ég væri með góða hugmynd í höndunum," segir Guðmundur Fertram í viðtalinu. „Verkefnið var í upphafi fjármagnað með mínum eigin fjármunum en svo kom Tækniþróunarsjóður með fé inn í félagið og svo Nýsköpunarsjóður, sem var ekki sjálfsagt á þessum tíma því þetta er skömmu eftir bankahrunið. Það var mjög framsýnt og áræðið hjá stjórnvöldum á þessum krepputíma að leggja meira fé í nýsköpun.“

Stjórn og starfsfólk Nýsköpunarsjóðs sendir óskir um heillaríkt nýtt ár og þakkar samstarfið á nýliðnu ári.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.