27
.
August
2024

Fyrsta formlega englafjárfestakynning Íslands

Englafjárfestasamtökin Iceland Business Angel Network (IceBAN) mun halda fyrstu formlegu englafjárfestakynninguna á Íslandi á morgun, miðvikudaginn 28. ágúst. Sex fyrirtæki hafa verið kosin til að kynna sig fyrir félagsmeðlimum IceBAN og komu þau til Nýsköpunarsjóðs í síðustu viku til að fá þjálfun og aðstoð við undirbúning lyfturæðu sinna (e. pitch) fyrir viðburðinn. 

Samtökin IceBAN voru stofnuð í maí og er Nýsköpunarsjóður einn af samstarfsaðilum þeirra ásamt Nordic Ignite, Aranja, Nasdaq, Rannís og Logos. 

Nú þegar hafa hátt í 26 fyrirtæki sótt um að kynna fyrir englafjárfestum en byrjað verður á þessum sex.

Við hjá Nýsköpunarsjóði hvetjum alla til að kynna sér betur IceBAN og skrá sig til leiks og óskum um leið þessum sex fyrirtækjum sem hafa verið valin góðs gengis á morgun.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.