24
.
September
2024

Forsýning þriðju þáttaraðar af Ævintýrum Tulipop

Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir stofnendur Tulipop.

Þriðja þáttaröð Ævintýra Tulipop var forsýnd í Sambíóum Kringlunni í gær, mánudaginn, 23. september. Þáttaröðin verður aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium frá og með fimmtudeginum 26. september og er ljóst að aðdáendur Tulipop bíða spenntir. Um er að ræða þrettán nýja þætti af þessum vinsælu íslensku teiknimyndum.

Tulipop teikni­mynd­irn­ar eru byggðar á sam­nefnd­um æv­in­týra­heimi sem leit fyrst dags­ins ljós fyr­ir yfir 10 árum síðan. Yfir 100 manns komu að fram­leiðslu þess­ar­ar metnaðarfullu þátt­araðar sem hef­ur nú þegar verið seld til meira en tólf landa og tal­sett á átta tungu­mál­um.

Tulipop er í eignasafni Nýsköpunarsjóðs og hefur verið það síðan 2022.

Við óskum Signýju og Helgu sem og öllum í Tulipop innilega til hamingju með nýju þáttaröðina.

Myndir frá forsýningunni má sjá á Facebook síðu Tulipop.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.