Þriðja þáttaröð Ævintýra Tulipop var forsýnd í Sambíóum Kringlunni í gær, mánudaginn, 23. september. Þáttaröðin verður aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium frá og með fimmtudeginum 26. september og er ljóst að aðdáendur Tulipop bíða spenntir. Um er að ræða þrettán nýja þætti af þessum vinsælu íslensku teiknimyndum.
Tulipop teiknimyndirnar eru byggðar á samnefndum ævintýraheimi sem leit fyrst dagsins ljós fyrir yfir 10 árum síðan. Yfir 100 manns komu að framleiðslu þessarar metnaðarfullu þáttaraðar sem hefur nú þegar verið seld til meira en tólf landa og talsett á átta tungumálum.
Tulipop er í eignasafni Nýsköpunarsjóðs og hefur verið það síðan 2022.
Við óskum Signýju og Helgu sem og öllum í Tulipop innilega til hamingju með nýju þáttaröðina.
Myndir frá forsýningunni má sjá á Facebook síðu Tulipop.