2
.
September
2024

Fögnum áhuga reyndra stjórnenda að gerast mentorar

Verðandi mentor­ar KLAK VMS. Ljós­mynd/​Eygló Gísla

Á dög­un­um var haldið mentoranám­skeið í Syk­ur­sal Grósku þar sem 55 nýir mentor­ar hlutu þjálf­un. KLAK stóð fyrir þessum viðburði. Nýsköpunarsjóður er einn eiganda KLAK og fögnum við þeim mikla áhuga reyndra stjórnenda á því að gerast mentorar.

Á námskeiðinu fengu mentorarnir meðal ann­ars fræðslu um list­ina að leiðbeina sprot­um og fylgd­ust með mentorafund­um í raun­tíma. Alls starfa 180 stjórn­end­ur og sér­fræðing­ar víðast hvar úr ís­lensku at­vinnu­lífi nú sem mentor­ar hjá KLAK VMS, mentoraþjón­ustu KLAK - Icelandic Startups. Full­trúi MIT VMS frá Banda­ríkj­un­um, Jon­ath­an Green, fram­kvæmda­stjóri Arca­dia Funds, kom til lands­ins til að kenna nýj­um men­tor­um hand­tök­in.

KLAK VMS var stofnað árið 2022 og hef­ur það að mark­miði að  styðja við sprota­fyr­ir­tæki í viðskipta­hröðlum í um­sjón KLAK.

„Það er stór­kost­legt að sjá hve marg­ir stjórn­end­ur og sér­fræðing­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífi eru til­bún­ir að gefa vinnu sína til að styðja við sprota­fyr­ir­tæki og ár­ang­ur­inn af starfi KLAK VMS síðustu tvö ár hef­ur verið æv­in­týra­leg­ur. Það er ljóst að mentoraþjón­usta KLAK VMS er í dag með eitt öfl­ug­asta teymi mentora á land­inu,“

sagði Magnús Ingi Óskarsson, forstöðumaður KLAK VMS.

Nánar má fræðast um viðburðinn hér.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.