Samkomulag liggur nú fyrir um sameiningu fyrirtækjanna Florealis og SagaNatura. Þetta kemur fram í grein Morgunblaðsins frá 2. september síðastliðnum.
„Mín skoðun er sú að flest félög í þessari atvinnugrein á Íslandi eru of lítil til að gera alvöru atlögu að útrás. Þetta er eitt af þeim skrefum sem við höfum áhuga á að taka til að gera stórt náttúruvörufélag á Íslandi. Af því að við teljum að náttúra Íslands eigi mikið erindi við heilsu heimsins,“ segir Karl Guðmundsson, forstjóri Florealis sem framleiðir viðurkennd jurtalyf og lækningavörur m.a. í greininni.
Fyrirtækin sem taka nú höndum saman hafa verið að selja vörur sínar víða t.a.m. á Norðurlöndunum, Norður-Ameríku, í Evrópu og eitthvað í Asíu en þau vilja gera það á stærri skala og með markvissari hætti segir Karl einnig í greininni.
Florealis hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðs síðan árið 2018þ